N-Kyrrahafs veiðstjórnunarráðið (NPFMC), sem ráðleggur bandarískum stjórnvöldum um fiskveiðar við Alaska samþykkti í dag einhljóða að leggja til algjört bann við botnvörpuveiðum á 466.200 ferkílómetra hafsvæði í norðurhluta Beringhafs.
Ráðið ákvað þetta á fundi sínum í Sitka í Alaska, en til umræðu var alls um 855.000 ferkílómetra hafsvæði. Talsmenn náttúruverndarsinna hafa fagnað ákvörðuninni og segja mikilvægt að hlífa lífríki norðurhluta Beringhafs, sem þegar sé viðkvæmt vegna lofstlagsbreytinga. Þá segja náttúruverndarsinnar að um sé að ræða varúðarráðstafanir til að tryggja sjálfbærar veiðar á svæðinu.
Ákvörðunin staðfestir þau mörk sem nú eru í gildi um botnvörpuveiðar en áfram má veiða á 388.500 ferkílómetra hafsvæði.