Dæmdir til fangelsisvistar fyrir að ráða blindan mann til að byggja brú

Kínverskur dómstóll dæmdi í dag tvo embættismenn til fangelsisvistar fyrir að leyfa blindum verktaka að byggja brú í bænum Bujia í suðausturhluta landsins. Brúin hrundi meðan á byggingu hennar stóð og slösuðust tólf manns.

Embættismennirnir voru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki krafist þess af verktakanum að hann sýndi fram á að hann væri fær um að ljúka við verkefnið og segir kínverska fréttastofan Xinhua að þess hafi ekki verið krafist að framkvæmdinni yrði hætt þótt upp hafi komist um blindu verktakans.

Verktakinn breytti svo teikningum að brúnni án þess að fá kunnáttumenn til aðstoðar og var unnið eftir grófum uppdráttum að smíði hennar, en áðurnefndar breytingar urðu svo til þess að brúin hrundi.

Ekki er ljóst hvernig verktakanum tókst að hafa yfirumsjón með verkinu þrátt fyrir sjónleysið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka