Serbnesk stjórnvöld rannsaka nú hvort ekkja Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Serbíu, og sonur hans hafi stjórnað umfangsmiklu sígarettusmygli á árunum 1996 til 2001. Hyggst ákæruvaldið óska eftir því að allar eignir þeirra í Serbíu verði frystar auk reikninga erlendis.
Mirjana Markovic er af mörgum talin hafa verið á bak við alræðiskennda stjórnarhætti eiginmanns síns, hún er fyrir eftirlýst af serbneskum stjórnvöldum vegna gruns um fjárdrátt.
Markovic og Marko Milosevic, sonur þeirra hjóna mættu ekki til jarðafarar Slobodan Milosevic á síðasta ári af ótta við að verða handtekin. Talið er að þau séu í felum í Rússlandi.