Hafði ekki áhuga á að hitta Bono

Harper á fréttamannafundi í Heiligendamm.
Harper á fréttamannafundi í Heiligendamm. Reuters

Írska rokkstjarnan Bono, sem hefur snúið sér að baráttu gegn fátækt í heiminum, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara í tengslum við leiðtogaráðstefnu G-8 í Heiligendamm, en þegar hann fór fram á fund með Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, fékk hann þau svör að ráðherrann mætti ekki vera að því að hitta hann.

Harper sagði við fréttamenn í síðustu viku að hann teldi ekki forgangsmál að funda með Bono. Hann sagðist ekki vera mikið gefinn fyrir að hitta frægt fólk. Fyrirrennari sinn hefði haft mikinn áhuga á því. Paul Martin, sem var forsætisráðherra á undan Harper, átti reglulega fundi með Bono.

Harper tók þó fram, að sér þætti tónlist Bonos og U2 skemmtileg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert