Hjálparstarfsmenn féllu í Líbanon

Palestínskir starfsmenn Rauða krossins sjást hér flytja flóttamenn úr Nahr …
Palestínskir starfsmenn Rauða krossins sjást hér flytja flóttamenn úr Nahr al-Bared flóttamannabúðunum. Reuters

Tveir líbanskir hjálparstarfsmenn Rauða krossins voru myrtir fyrir utan palestínskar flóttamannabúðir þar sem líbanskir hermenn berjast við íslamska bardagamenn.

Hjálparstarfsmennirnir voru að hjálpa saklausum borgurum að komast á brott þegar þeir fengu í sig byssukúlur eða sprengjubrot sem komu úr Nahr al-Bared flóttamannabúðunum.

Palestínskur klerkur, sem hefur reynt að koma á vopnahléi milli hinna stríðandi fylkinga, særðist á fæti í annarri árás.

Fyrr í dag skaut líbanski herinn sprengikúlum á uppreisnarmenn Fatah al-Íslam sem hafa hreiðrað um sig í flóttamannbúðum skammt frá Trípólí. Að minnsta kosti 11 manns létust í átökum nærri búðunum um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert