Konum bannað að vinna á næturnar

Aðeins konur sem vinna við heilbrigðisþjónustu mega vinna á næturnar, …
Aðeins konur sem vinna við heilbrigðisþjónustu mega vinna á næturnar, samkvæmt nýrri löggjöf í Kúveit. AP

Þingið í Kúveit samþykkti í dag lög sem banna konum að vinna á næturnar, fyrir utan konur sem vinna við heilbrigðisþjónustu, og bannar þeim að vinna við störf sem talin eru „ósiðsamleg“.

Lögin, sem voru samþykkt einróma, banna konum að vinna á milli klukkan átta á kvöldin til klukkan sjö á morgnana og að starfa við það sem „mælir gegn almennu siðferði og þar sem einungis körlum er veitt þjónusta.“

Íhaldsamir og íslamskir þingmenn, sem mynda meirihluta þingsins, segja lögin miða að því að vernda konur gegn því að „vera misnotaðar við ósiðsamlegt athæfi“

Kúveit er íhaldsamt, íslamskt furstadæmi, en þrátt fyrir það eru konur ekki skyldaðar til þess að ganga í fötum sem skýlir þeim, eins og í nágrannaríkinu Sádi-Arabíu. Konur tóku þar fyrst þátt í þingkosningum í júní á síðasta ári, ári eftir að hafa unnið baráttuna fyrir fullum pólitískum réttindum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert