Verri kjör í A-Þýskalandi en í vesturhlutanum

Brandenborgarhliðið í Berlín.
Brandenborgarhliðið í Berlín. mbl.is/GSH

Vinnandi fólk í þeim hluta Þýskalands sem áður tilheyrði A-Þýskalandi býr við mun verri kjör en landar þeirra sem búa V-Þýskalandsmegin. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem birt var í dag eru um 20% lægri laun, einkum vegna bágs efnahagsástands, í þeim fimm héruðum sem tilheyrðu A-Þýskalandi fyrir árið 1990.

Meðallaun verkamanna í vesturhluta Þýskalands eru 2.300 evrur, eða tæplega 200.000 íslenskar krónur. Meðallaun verkamanna í fyrrum A-Þýskalandi eru 1.359 evrur, og er því launamunur hjá þeim lægst launuðu allt að 40%.

Ástand í efnahagsmálum í austurhéruðum Þýskalands hefur áhrif á kjör verkafólks, en auk þess eru engar reglur í gildi í héruðunum fimm um lágmarkslaun.

Þetta hefur orðið til þess að Þjóðverjar flykkjast til vesturhlutans þar sem kjör eru betri, en verst er ástandið í Saxony-Anhalt og Thuringen, en þar fækkaði fólki um rúmt 1% á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert