Myndband frá heimsókn George W. Bush í Albaníu virðist sýna að einhver ópprúttinn hafi stolið úri forsetans þegar hann heilsaði almenningi í bænum Fushe Kruja, skammt frá höfuðborginni Tirana. Á myndbandinu sést Bush með úrið, en eftir að hann heilsar hópi fólks með handabandi er úrið horfið.
Albönsk lögregla segir að ekkert sé hæft í því að úrinu hafi verið stolið, og sýna ljósmyndir Bush setja hendur fyrir aftan bak svo lífverðir geti tekið úrið.