Bush reynir að sannfæra öldungadeildarþingmenn um ágæti innflytjendalöggjafar

Bush ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með þingmönnunum.
Bush ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með þingmönnunum. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseta varð lítið ágengt er hann reyndi að fá sína eigin þingmenn í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að leggja blessun sína yfir umdeildar endurbætur á innflytjendalöggjöfinni.

Bush heimsótti öldungadeildarþingmenn repúblikana á Capitol Hæð í dag, sem er heldur óvanalegt. Þar sagði Bush að hann skyldi vel að það væru skiptar skoðanir innan flokksins hvað málið varðaði, en hann hvatti menn til þess að grípa til aðgerða.

„Nú er tími til að koma þessu í verk,“ sagði hann. „Kyrrstaðan er óásættanleg.“

Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi ekki atkvæði um löggjöfina í síðustu viku og því má segja að málið hafi verið stopp frá því.

Allir, utan örfárra þingmanna repúblikana, kom í veg fyrir að málið næði fram að ganga, segir á vef BBC.

Fjölmargar breytingar voru gerðar á fyrirhugaðri löggjöf í kjölfar þráteflisins sem kom upp, en það varð til þess að sú málamiðlun sem demókratar og repúblikanar höfðu gert með sér komst í uppnám.

Samkvæmt löggjöfinni hefði landamæraeftirlit verið hert, en auk hefði hún veitt öllum þeim 12 milljónum óskráðra innflytjenda sem búa í Bandaríkjunum ríkisborgararétt og lagaleg réttindi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert