20 handteknir og 273 kg af eiturlyfjum gerð upptæk í Noregi

Morgunblaðið/Kristinn

Norska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið tuttugu manns og gert 273 kg af eiturlyfjum upptæk í áhlaupi í Romerike í suðausturhluta Noregs.

Geir Bang Danielsen, yfirmaður hjá lögreglunni í Romerike, segir að með aðgerðunum hafi tekist að uppræta vel skipulagðan og yfirgripsmikinn glæpahring en um 94 kg af amfetamíni, 160 kg af hassi, 16 kg af heróíni og 3 kg af kókaíni voru gerð upptæk í áhlaupinu.

Bang Danielsen segir í viðtali við Aftenposten að lögreglan hafi unnið að rannsókn málsins í mánuðum saman. Þeir sem voru handteknir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en bæði er um Norðmenn og útlendinga að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert