Sérfræðingar hafa varað við því að ofbeldisfullir tölvuleikir geti skaðað börn og unglinga. Samt sem áður eru engin áform innan Evrópusambandsins um að banna tölvuleiki sem ganga of langt.
Þetta kom skýrt fram á fundi dómsmálaráðherra Evrópuríkjanna í Lúxemborg í dag, samkvæmt fréttavef Jyllands-Posten.
Fundurinn var sammála um að ofbeldisfullir tölvuleikir geti haft óheppileg áhrif á börn og unglinga, en besta leiðin að lausn vandamálsins sé samvinna innan Evrópu, en ekki löggjöf. Það sé í höndum hvers ríkis að móta eigin löggjöf og ESB haldi utan um sameiginlegan rannsóknarbanka.