Grillarar lifa hættulegu lífi

Fiskur er fitusnauður og því tilvalinn á grillið.
Fiskur er fitusnauður og því tilvalinn á grillið. Ásdís Ásgeirsdóttir

Grillmatur er góður, en ef til vill ekki hollur í of miklu magni. Grilli fólk pylsur og hamborgara oftar en 30 sinnum á ári, eykst hættan á krabbameini.

Grillarar lifa hættulegu lífi, samkvæmt frétt á fréttavef Jyllands-Posten. Hættan á krabbameini vegna krabbameinsvaldandi efnum í tjöru sem myndast margfaldast, bæði þegar kjötið brennur og verður örlítið svart og þegar fita, olía og marínering drýpur niður á kolin og rýkur aftur upp sem efni hættuleg heilsunni.

Auk tjörunnar stafar einnig hætta af óhreinlæti. Á það hlut í að kamfýlóbakter bakteríusýkingar í Danmörku hafa aukist um 35% milli ára.

Góð ráð til að minnka hættur grillsins eru að grilla ekki feitt kjöt, hafa ekki of mikla maríneringu á kjötinu þegar það er sett á grillið og ef kjötið brennur, þá skrapa sótið af. Fiskur er tilvalinn á grillið, þar sem hann er ekki jafn feitur og kjöt. Einnig er mikilvægt að gæta að hreinlætinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka