Enn dregur úr ánægju kjósenda með Bush forseta

AP

Einungis 29% bandarískra kjósenda eru ánægð með frammistöðu George W. Bush forseta, samkvæmt nýrri könnun, og hefur þetta hlutfall aldrei verið lægra. Enn færri kjósendur, eða 23%, eru ánægðir með frammistöðu þingmanna. Ánægja með Bush hefur minnkað um sex prósentustig síðan í apríl, og ræðst það að mestu af aukinni óánægju kjósenda Repúblíkanaflokksins.

Könnunin var gerð fyrir NBC News og Wall Street Journal.

Sextíu og tveir af hundraði repúblíkana voru ánægðir með frammistöðu forsetans, og hefur þetta hlutfall lækkað úr 75% í apríl. NBC sagði að aukna óánægju repúblíkana með forsetann mætti rekja til tilrauna hans til að gera umbætur í innflytjendamálum, en margir kjósendur Repúblíkanaflokksins séu ósáttir við þær. Þá hafa skoðanakannanir sýnt að Íraksstríðið hefur dregið úr vinsældum forsetans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert