Grænt ljós á göngu samkynhneigðra í miðborg Jerúsalem

Ísraelska lögreglan hefur gefið heimild fyrir „gleðigöngu“ samkynhneigðra í Jerúsalem, og mótmælaaðgerðum trúaðra gyðinga gegn því sem þeir telja vera hneyksli, að því er talsmaður lögreglunnar sagði í dag. Göngunni mun ljúka með samkomu í almenningsgarði í miðborginni. Strangtrúaðir gyðingar segja gönguna vera hneisu fyrir helgi borgarinnar.

Gangan fer fram á fimmtudaginn og verða yfir sjö þúsund lögreglumenn við gæslu. Mótmæli heittrúaðra munu fara fram á sama tíma. Í fyrra var hætt við á síðustu stundu að hafa gönguna í miðborginni og hún í staðinn flutt undir ströngu öryggiseftirliti á íþróttaleikvangi eftir að strangtrúaðir gyðingar og aðrir trúarleiðtogar efndu til mótmælaaðgerða er leittu til ofbeldis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert