Óttast óstöðugleika vegna átaka á Gasa

Liðsmaður Hamas-samtakanna.
Liðsmaður Hamas-samtakanna. AP

Arabaríkin óttast að átökin á Gasa muni breiðast yfir til Vesturbakkans og valda óstöðugleika á svæðinu. Leiðtogi Arababandalagsins kallar eftir vopnahléi og varar við hörmungum ef ekkert verður að gert.

Egyptaland reynir að taka á ofbeldi við landamæri sín. Egypska lögreglan jók öryggisgæslu við landamæri Gasastrandarinnar með vopnuðum bifreiðum og vatnssprautum til þess að koma í veg fyrir hugsanlegan fjöldaflótta Palestínumanna frá Gasa.

Stjórnvöld Jórdaníu óttast að er átökin breiðast út til Vesturbakkans, muni það veikja Abbas enn frekar og að lokum valda vandamálum í Jórdaníu. Um það bil helmingur íbúa Jórdaníu eru Palestínumenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert