Skoskir bændur hvetja til aukinnar sláturneyslu

Skoski slátrarinn Neil Watt með sláturkeppi í verslun sinni í …
Skoski slátrarinn Neil Watt með sláturkeppi í verslun sinni í Montrose. AP

Skoskir bændur hófu í gær herferð er miðar að því að fá landsmenn til að borða meira af hefðbundnum skoskum landbúnaðarafurðum, þ.á m. slátri, eða „haggis,“ eins og það heitir á skosku. Boðið var upp á allt frá nautakjötssteik til jarðarberja þegar átakinu var ýtt úr vör í Edinborg.

Aftur á móti var ekki boðið upp á djúpsteikt Mars-súkkulaði, sem er einn af nýrri skoskum „sérréttum,.“

Formaður skosku bændasamtakanna, NFUS, Jim McLaren, sagði að bændur hefðu áhuga á að notfæra sér aukna vitund neytenda um ferskar matvörur og þau áhrif sem flutningur matvæla um langan veg hefði á umhverfið. Bændamörkuðum í Skotlandi hefur fjölgað úr einum tug eða svo í rúmlega 150 um land allt á undanförnum árum.

„Við teljum að vitund neytenda um mikilvægi skoskra matvæla hafi vaxið,“ sagði McLaren, og bætti við að neytendur væru nú einnig orðnir meðvitaðir um mikilvægi uppruna matvæla og hugsuðu um það að matvælaflutningar um langan veg auki losun koltvíoxíðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert