Stuðningur við Bush aldrei mælst minni

Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur aldrei mælst minni. Í nýrri skoðanakönnun sem NBC og Wall Street Journal kemur fram að aðeins 29% Bandaríkjamanna séu ánægðir með störf forsetans.

Þá kemur einnig fram að Bandaríkjamenn eru mjög óánægðir með Bandaríkjaþing þar sem demókratar eru í meirihluta. Aðeins 23% aðspurðra sögðust vera ánægðir með störf þingsins, en stuðningurinn hefur minnkað um 8% frá því í apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert