Þrælum bjargað úr ánauð í Kína

Kínverska lögreglan hefur bjargað 217 einstaklingum, þar af 29 börnum, sem haldið í ánauð og látnir þræla í múrsteinsverksmiðju þar í landi. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua greinir frá þessu.

Fólkið hafði verið selt í ánauð í verksmiðjuna af mansalshringjum. Fólkið var lamið og svelt og látið vinna langan vinnudag án þess að fá greitt fyrir vinnu sína.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Henan héraði hafa kennsl verið borin á 120 af þrælunum. Unnið er að því að komast að uppruna hinna og finna ættingja þeirra. Að sögn lögreglustjórans í Henan verður að berjast af krafti gegn mansali og bjarga þeim sem er haldið í ánauð.

Undanfarna daga hafa borist fregnir af þrælahaldi barna í múrsteinsnámum og verksmiðjum í nágrannahéraðinu Shanxi. Í kjölfarið voru um 35 þúsund lögreglumenn sendir í vettvangsrannsóknir í 7.500 námur og verksmiðjur.

AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert