Tugir Hamas-liða handteknir á Vesturbakkanum

Öryggissveitir Fatah-samtakanna, leita liðsmanna Hamas-samtakanna í Jenin á Vesturbakkanum í …
Öryggissveitir Fatah-samtakanna, leita liðsmanna Hamas-samtakanna í Jenin á Vesturbakkanum í morgun. Reuters

Öryggissveitir Fatah-samtakanna hafa handtekið fimmtíu liðsmenn Hamas-samtakanna á Vesturbakkanum í morgun í kjölfar átaka Hamas-liða og öryggissveitarmanna á Gasasvæðinu undanfarna fjóra daga. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

“Handtökurnar eru tilraun Fatah til að koma þeim skilaboðum áleiðis til Hamas-liða á Gasasvæðinu að ráðast ekki á liðsmenn Fatah heldur koma fram við þá í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög,” segir Rolf Holmboe, fulltrúi danskra yfirvalda á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum.

Holmboe staðfestir að nokkrir liðsmenn Fatah hafi verið teknir af lífi fyrir utan höfuðstöðvar öryggissveitanna í morgun og að rekja megi handtökurnar til þess. Þá segir hann það mál manna á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum að Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, íhugi nú að lýsa yfir neyðarástandi á svæðunum og taka stjórn öryggismála þar í eigin hendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert