„Nektardans er klám og klám er ólöglegt“, þannig útskýrir American Express hvers vegna ekki er hægt að nota kortið á nektardansstöðum í Danmörku, segir á fréttvef Politiken í dag.
Þrátt fyrir að Danmörk hafi verið fyrsta landið í heiminum til þess að lögleiða klám, hefur kortafyrirtækið American Express ákveðið að sniðganga nektardansstaði í Danmörku, því að nektardans sé klám og „þess vegna ólögleg viðskipti“.
Eigendur nektardansstaða eru eðlilega ósáttir, en athyglisverðari eru viðbrögð fulltrúa American Express í Danmörku sem segist vonast til þess að kortafyrirtækið breyti ákvörðun sinni.
Talsmaður American Express segir algengt að kortafyrirtæki hafi einhvers konar siðferðileg viðmið óháð lögum einstakra landa, til dæmis sé Mastercard á móti reykingum og fjárhættuspilum.
Ef danskir nektardansstaðir taka nú við kortum American Express borga þeir sjálfir reikninginn, en ekki kúnninn.