F-16 orrustuþota Bandaríkjahers hrapaði í Írak

Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-16.
Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-16. AP

Bandarísk F-16 orrustuþota hrapaði snemma í morgun í Írak er hún veitti hersveitum á jörðu niðri stuðning. Frá þessu greindi bandaríski flugherinn í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá hernum að um slys hafi verið að ræða. Hinsvegar kemur ekki fram hvar vélin hrapaði eða hvað hafi orðið um flugmanninn.

Þjóðvarðliðið í Ohio í Bandaríkjunum segir að flugmaðurinn tilheyri flugsveit sem hefur aðsetur sitt í Toledo. Talsmaður þjóðvarðliðsins segir að 270 af 1.000 flugmönnum sveitarinnar séu nú staddir í Írak.

Fram kemur í tilkynningu frá Bandaríkjaher að málið sé í rannsókn, en frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar upp.

Það er afar sjaldgæfur atburður að F-16 hrapi. Síðast hrapaði slík vél 27. nóvember sl. í Anbar-héraði Íraks með þeim afleiðingum að flugmaðurinn lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka