Fatha og Hamas hundsa mannréttindi

Merki Amnesty International.
Merki Amnesty International. mbl

„Með fordæmalausu pólitísku ofbeldi á Gasaströndinni, hafa öryggissveitir og vopnaðir hópar bæði Fatah og Hamas hundsað fullkomlega grundvalla reglur alþjóðalaga og framið alvarleg mannréttindabrot“, segir í yfirlýsingu Amnesty International.

Í yfirlýsingu samtakanna segir að ofbeldið í íbúabyggðum á Gasa geri almenna borgara, sem nú þegar þjást vegna áralangra alþjóðlegra viðskiptabanna og einangrunar vegna vegatálma ísraelska hersins, að föngum inni á heimilum sínum. Báðir aðilar hafi drepið stríðsfanga sína og hafa tekið hópa andstæðinga gíslingu til þess eins að skipta þeim út fyrir vini og ættingja sem eru gíslar andstæðinganna. Að drepa stríðsfanga og gíslataka eru stríðsglæpir, minna samtökin á.

Amnesty International biður leiðtoga Fatah og Hamas að grípa umsvifalaust til aðgerða sem tryggir að mannskapur þeirra og vopnaðir hópar hætti að ógna almennum borgurum og brjóta gegn alþjóðalögum með óábyrgri valdbeitingu á Gasa, og að koma í veg fyrir árásir á Vesturbakkanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert