Fulltrúi Hamas heitir lausn Johnstons

Palestínsku Hamas-samtökin hétu því í morgun að tryggja lausn breska blaðamannsins Alan Johnston úr haldi herskárra Palestínumanna en litið er á loforðið sem tilraun til að milda afstöðu umheimsins til valdaráns Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu í gær. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Breska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að Gasasvæðið væri algerleg á valdi Hamas-samtakanna og lýsti stuðningi breskra yfirvalda við Mahmoud Abbas, kjörinn leiðtoga Palestínumanna.

Johnston er 45 ára og eini vestræni blaðamaðurinn sem búsettur er á Gasasvæðinu. Honum var rænt af mönnum sem taldir eru tengjast Hamas-samtökunum fyrir þremur mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert