Fyrrverandi Klan-félagi fundinn sekur í tengslum við morð framið 1964

Fyrrverandi félagi í öfgasamtökunum Ku Klux Klan í Bandaríkjunum, John Seale, var í gær fundinn sekur um mannrán í tengslum við morð á tveim blökkumönnum í Mississippi árið 1964.

Seale er 71 árs og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Ættingjar blökkumannanna tveggja fögnuðu dómnum og sögðu réttlætið nú loksins hafa náð fram að ganga.

Fórnarlömbin, Henry Hezekiah Dee og Charles Eddie Moore, voru nítján ára er þeim var rænt þar sem þeir voru í fjallgöngu.

Að því er fram kemur í málsskjölum var farið með drengina inn í skóg þar sem Seale miðaði á þá haglabyssu á meðan félagar hans börðu þá.

Þeir tróðu Dee og Moore síðan ofan í farangursgeymslu á bíl og óku með þá að kvísl Mississippi-fljóts, bundu við þá þunga byrði og köstuðu þeim lifandi út í fljótið af báti.

Seale fluttur úr dómssal í janúar.
Seale fluttur úr dómssal í janúar. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert