Portúgalska lögreglan lokaði í dag af svæði þar sem Madeleine McCann hefur verið leitað undanfarna daga. Madeleine, sem er fjögurra ára gömul bresk stúlka, hvarf úr hótelíbúð í Algarve-héraði þann 3. maí sl. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst.
Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum hefur lögreglan lokað vegum í nágrenninu og hefur enginn fengið að fara inn á leitarsvæðið frá því snemma í morgun. Svæðið sem um ræðir er í 15 km fjarlægð frá þeim stað sem hún hvarf. Hollenska dagblaðinu De Telegraaf barst nafnlaust bréf fyrir nokkrum dögum þar sem fram kom að lík Madeleine McCann væri grafið undir grjóthrúgu á þessu svæði.
Madeleine hvarf úr hótelíbúð í strandbænum Praia da Luz en foreldrar hennar höfðu skilið hana og yngri systkini hennar eftir í íbúðinni er þau fengu sér kvöldmat.