Svartþrestir gera loftárásir á vegfarendur

Rauðvængjaðir svartþrestir í bænum Peoria í Illinois-ríki í Bandaríkjunum hafa gert vegfarendum lífið leitt að undanförnu þar sem þeir hafa gert loftárásir á þá. Að sögn fuglafræðinga eru þrestirnir með þessu einvörðungu að verja hreiður sín. Embættismenn í bænum hafa komið upp skiltum þar sem fuglarnir hafa hreiðrað um sig og lagt til að fólk taki á sig sveig vilji það sleppa við að verða fyrir árás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka