Aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, segir Bandaríkin ætla að aflétta banni við hjálparstarfi í Palestínu ef að enginn ráðherra bráðabirgðaríkisstjórnar tengist Hamas.
Aðstoðarmaður Abbas hafði áður lýst því yfir að forsetinn færi ekki í viðræður við morðingja og átti þar við ósk Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas í útlegð, um viðræður við Abbas.
Bráðabirgðaríkisstjórn Palestínu kemur í fyrsta sinn formlega saman á sunnudag og samanstendur hún aðeins af nokkrum ráðherrum. Á Gasa segja Hamas að það standist ekki stjórnarskrá landsins að mynda ríkisstjórn sem ekki hefur verið samþykkt af þinginu.