Vísbending um týnda hermenn í Írak

Fánaathöfn. Tveggja bandarískra hermanna er enn saknað Írak.
Fánaathöfn. Tveggja bandarískra hermanna er enn saknað Írak. Reuters

Einkenniskort tveggja bandarískra hermanna, sem saknað hefur verið síðan ráðist var á herdeild þeirra 12. maí síðastliðinn, fundust í húsakynnum al-Qaída norður af Bagdad í dag.

Yfirlýsing hersins sagði að einkenniskort hermannanna hafi fundist ásamt tölvum, upptökutækjum, rifflum og skotfærum í að öðru leiti tómu húsi í Samarra um 100 km. frá Bagdad.

Þriggja var upphaflega saknað en lík þriðja mannsins fannst fljótandi í ánni Euphrates í síðasta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert