Barak sagður undirbúa árás á Hamasmenn á Gasasvæði

Ehud Barak.
Ehud Barak. Reuters

Breska blaðið Sunday Times full­yrðir í dag að Ehud Barak, nýr varn­ar­málaráðherra Ísra­els, sé að und­ir­búa árás á Gasa­svæðið inn­an skamms til að brjóta á bak aft­ur her­skáa Ham­asliða, sem náð hafa völd­um þar. Hef­ur blaðið eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­mönn­um inn­an Ísra­els­hers, að áætl­un­in geri ráð fyr­ir að 20 þúsund manna herliði verði beitt.

Að sögn blaðsins er gert ráð fyr­ir að áætl­un­inni verði hrint í fram­kvæmd ef Ham­as­menn hefja á ný að skjóta eld­flaug­um á Ísra­el eða gera sjálfs­morðsárás­ir.

Blaðið seg­ir að Ísra­els­her geri ráð fyr­ir því að um 12 þúsund Ham­asliðar séu und­ir vopn­um á Gasa­svæðinu og þeir muni veita harða mót­spyrnu. Þeir komust m.a. yfir vopn ör­ygg­is­sveita Fatah í þriggja daga borg­ara­stríði á Gasa í síðustu viku.

Bú­ist er við að Barak taki við embætti varn­ar­málaráðherra á morg­un en hann var kjör­inn leiðtogi Verka­manna­flokks­ins í Ísra­el í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert