Flokkur Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, UMP, sigraði í þingkosningunum sem fóru í dag, samkvæmt útgönguspám. Svo virðist sem hægri menn hafi ekki fengið eins mikið fylgi og spár bentu til fyrir helgi. Samkvæmt útgönguspám fékk UMP 47% fylgi en sósíalistar 41%. Alain Juppe, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ráðherra umhverfismála, missir þingsæti sitt samkvæmt útgönguspám sem þýðir að hann verður að láta af embætti ráðherra.
Mjög lítil þátttaka var í kosningunum í dag líkt og í fyrri umferðinni eða 61%. Samkvæmt útgönguspám fá hægri menn 340-345 þingsæti á meðan vinstri menn fá 228-234 sæti af 577 þingsætum á franska þjóðþinginu.