Bandaríkin afléttu í dag refsiaðgerðum gegn palestínsku heimastjórninni, að því er Condoleezza Rice utanríkisráðherra greindi frá. Var þetta gert eftir að Hamas-hreyfingin hafði verið rekin úr stjórninni, og er tilgangurinn að styrkja stöðu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. ESB hefur einnig tilkynnt að refsiaðgerðum gegn heimastjórninni verði hætt.