Bandaríkin hætta refsiaðgerðum gegn Palstínustjórn

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP

Bandaríkin afléttu í dag refsiaðgerðum gegn palestínsku heimastjórninni, að því er Condoleezza Rice utanríkisráðherra greindi frá. Var þetta gert eftir að Hamas-hreyfingin hafði verið rekin úr stjórninni, og er tilgangurinn að styrkja stöðu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. ESB hefur einnig tilkynnt að refsiaðgerðum gegn heimastjórninni verði hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert