Barnaklámshringur sem taldi um 700 meðlimi í 35 löndum, þar af 200 í Bretlandi, hefur verið upprættur og hefur 31 barni verið bjargað samkvæmt fréttastofunni Sky. Ofbeldismennirnir notuðu spjallrás sem bar nafnið „Kids The Light Of Our Lives”, til að skiptast á myndum og myndskeiðum af kynferðisofbeldi og mun sumt hafa verið sent út beint á netinu.
Aðgerðirnar eru þær viðamestu nokkru sinni í Bretlandi þar sem stöðvuð er framleiðsla á barnaklámi og dreifing þess á netinu.