Obama og Thompson njóta mests fylgis í Suður-Karólínu

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barak Obama nýtur mests stuðnings til útnefningar forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Suður-Karólínu, en Fred Thompson hefur mest fylgi meðal repúblíkana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. John Edwards, keppinautur Obamas og heimamaður í Suður-Karólínu, er í þriðja sæti meðal demókrata þar, á eftir Hillary Clinton.

Thompson, fyrrverandi öldungadeildarþíngmaður og leikari, hefur ekki enn lýst því formlega yfir að hann sækist eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins. Næstur á eftir honum í S-Karólínu er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert