Trúarmálaráðherra Pakistans, Ijaz-ul-Haq, sagði í dag að aðalstignin sem Sir Salman Rushdie var veitt í Bretlandi um helgina kunni að ýta leiða til hryðjuverka. Ef einhver brygði á það ráð að fremja sjálfsvígsárás til að verja heiður Múhameðs spámanns væri það fyllilega réttlætanlegt.
Reiðir mótmælendur brenndu breska fánann í nokkrum borgum í Pakistan í dag og kölluðu dauða yfir Bretland og Rushdie, en bók hans, Söngvar Satans, hefur af mörgum múslíum verið talin guðlast. Ruhollah Khomeini, ajatolla í Íran, lýsti Rushdie - eða Sir Salmanm, eins og hann heitir núna - réttdræpan 1989, og var Sir Salman í felum í áratug í kjölfarið.