Ætla að ljúka verkefni frá 1942

Glacier Girl á flugi.
Glacier Girl á flugi.

Til stend­ur að fljúga gam­alli herflug­vél af gerðinni Lockheed P-38F „Lig­htn­ing" frá Banda­ríkj­un­um til Eng­lands síðar í þess­um mánuði og ljúka þar með verk­efni sem banda­rískri flugsveit var falið árið 1942. Flug­vél­in var í hópi átta flug­véla, sem all­ar nauðlentu á Græn­lands­jökli en vél­in náðist úr ísn­um þar árið 1992 og hef­ur nú verið gerð upp.

Flug­vél­in, sem nefnd er Glacier Girl eða Jökla­stúlk­an, var ásamt fimm öðrum Lockheed P-38F vél­um og tveim­ur svo­nefnd­um fljúg­andi virkj­um, eða Boeing B-17E, á leið frá Banda­ríkj­un­um til Bret­lands en um var að ræða fyrsta áfanga mik­illa liðsflutn­inga. Vél­arn­ar voru yfir Græn­lands­jökli og stefnu á Ísland þar sem taka átti eldsneyti en þá versnaði veðrið mikið og vél­arn­ar hrakti af leið. Á end­an­um urðu þær eldsneyt­is­laus­ar yfir jökl­in­um um 160 km vest­ur af Kul­usuk og nauðlentu all­ar. Alls voru 25 manns um borð í vél­un­um en þeim var öll­um bjargað. Vél­arn­ar gróf­ust niður í jök­ul­inn en fund­ust á of­an­verðri síðustu öld og Glacier Girl náðist af um 90 metra dýpi.

Flug­vél­inni var fyrst flogið eft­ir viðgerð árið 2002 og hef­ur verið sýnd á nokkr­um flug­sýn­ing­um síðan. Nú stend­ur til að fljúga henni yfir Atlants­hafið á flug­sýn­ingu í Dux­ford. Áætlað er að vél­in komi til Eng­lands 29. júní.

Brad McM­an­us, einn flug­mann­anna í leiðangr­in­um árið 1942, mun fylgja Jökla­stúlk­unni fyrsta spöl­inn frá New Jers­ey en ferðin þar hefst 22. júní.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert