Breskir múslimar fordæma riddaratignveitingu Salman Rushdie

Salman Rushdie
Salman Rushdie

Múslimaráð Bretlands (MCB) fordæmdi í dag þá ákvörðun Elísabetar II Bretlandsdrottningar að slá rithöfundinn Salmnab Rushdie til riddara og kallar ákvörðunina ögrun. Ráðið hvetur hins vegar til þess í yfirlýsingu að múslimar um heim allan sýni stillingu.

Í yfirlýsingu ráðsins, sem eru regnhlífarsamtök ýmissa samtaka múslima í Bretlandi, segir að rithöfundurinn hafi orðið alræmdur meðal múslima fyrir að fjalla á særandi og ófrægjandi hátt um hinn íslamska heim og sögufrægar persónur.

„Með því að veita honum riddaratign er aðeins verið að sverta þjóð okkar frekar í augum múslima.” segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ráðið „líti á tignveitinguna sem enn eitt dæmið um ónærgætni í garð skoðana múslima, sem muni aðeins verða til frekari firringar.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert