Ellefu Palestínumenn á Gasa, sem særðust í átökum á mánudag, voru færðir á ísraelsk sjúkrahús í dag. Fjórir aðrir voru meðhöndlaðir á staðnum. Þá bárust fyrstu matar- og læknagagnasendingar Sameinuðu þjóðanna frá því að átökin hófust inn á svæðið í dag.
Ísraelsher varnaði sjúkrabílum inngöngu til Gasa í fyrstu, því hann óttaðist að uppreisnamenn myndu nýta sér tækifærið og reyna að brjótast inn til Ísraels, samkvæmt fréttavef Haaretz.
Tíu vörubíla fullir af mat og tveir með vörur fyrir spítalana komu inn á Gasasvæðið í dag. Það er fyrsta sendingin með hjálpargögnum sem berst inn á svæðið, en Sameinuðu þjóðirnar sjá venjulega um að koma mat til um 250.000 manns á Gasasvæðinu.