Evrópuþingið komst dag að niðurstöðu í hinu mjög umdeilda vodkamáli í dag vodkabeltinu svokallaða í óhag. Danir, Eistlendingar, Finnar, Litháar, Pólverjar og Svíar, sem þykja miklir hreinstefnumenn í vodkamálum, eru slegnir óhug þar sem nú má samkvæmt lögum ESB framleiða vodka úr sykurrófum, eplum og rúsínum svo nokkuð sé nefnt, svo fremi sem drykkurinn er rétt merktur.
Ríkin sem mynda vodkabeltið vildu að bannað yrði að framleiða vodka út öðru en kartöflum og korni. Evrópuþingið féllst á þetta, en bætti þó við að framleiða megi vodka með öðrum hætti, sé það sérstaklega tekið fram á merkimiða.
Áðurnefndar þjóðir, sem framleiða um 70% af því vodka sem selt er í Evrópusambandinu vilja að áfengið sé skilgreint með sama hætti og t.a.m. romm og viskí, þ.e. að reglu skuli gilda um það úr hverju það sé framleitt.
Aðrar þjóðir, sem vilja gjarnan komast inn á þennan arðbæra markað, vilja hins vegar rýmri reglur.