George W. Bush, Bandaríkjaforseti, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sögðu í dag að Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, væri hinn eini sanni leiðtogi palestínsku þjóðarinnar. Þeir Bush og Olmert ræddust við í Hvíta húsinu í Washington í dag, m.a. um möguleika á því að koma friðarferlinu við botn Miðjarðarhafs af stað að nýju.
„Ég mun leggja mig fram við að eiga samvinnu við hann," sagði Olmert um Abbas. Bush sagði að Abbas væri forseti allra Palestínumanna og rödd hófseminnar í þeirra röðum.