Vegur við Everest endurbyggður vegna Ólympíuleikanna

Tindur Everest
Tindur Everest Reuters

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að endurbyggja leiðina að Everest fjalli til þess að auðvelda ferðina með ólympíukyndilinn á topp Everest, hæsta fjalls heims. Ólympíuleikarnir verða haldnir í Kína á næsta ári.

Í frétt Xinhua fréttastofunnar kemur fram að áætlaður kostnaður við lagningu vegarins er 150 milljón júan, rúmlega 1,2 milljarðar króna. Um 108 km leið er að ræða en vegurinn nær upp í 5.200 metra hæð. Í dag er einungis um vegslóða að ræða. Everest fjall er 8.850 metra hátt.

Vegaframkvæmdirnar hefjast í næstu viku og er talið að þær taki fjóra mánuði. Er gert ráð fyrir að vegurinn verði vinsæll hjá ferðamönnum sem og fjallgöngumönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert