Það er fyrst og fremst Bandaríkjunum að kenna að 1.500 manns hafa látið lífið í Afganistan, segir í sameiginlegri yfirlýsingu 94 hjálparsamtaka víða um heim.
Það sem af er ársins hafa alls 230 almennir borgarar í Afganistan verið drepnir af herliði Bandaríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Síðastliðna 17 mánuði hafa 6.000 manns verið drepnir í Afganistan, þar af 1.500 almennir borgarar. Þetta kemur fram á fréttvef Politiken í dag.
„Velvilji heimamanna, sem var í garð alþjóðlega hersins árið 2002, hefur sýnilega minnkað á mörgum svæðum landsins,“ segir í yfirlýsingu frá 94 samtökum sem eigna fyrst of fremst ofbeldisfullu framferði Bandaríkjamanna sökina.