Handsprengja fannst úti á götu

Grænmetissali rak augun í handsprengju sem lá á torgi í Uppsala í Svíþjóð í morgun. Hann lét lögreglu vita og var torginu lokað fyrir allri umferð uns sérfræðingar hersins sóttu gripinn. Ekki er vitað hvort sprengjan var virk né heldur hvernig hún rataði út á torgið.

Í samtali við Dagens Nyheter sagði Stefan Hallberg varðstjóri lögreglunnar í Uppsala að líklegt væri að einhver hafi átt handsprengjuna í handraðanum og viljað losna við hana. „Fólk á ýmiss konar dót í geymslum sem það vill losna við,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert