Japanar breyta nafni Iwo Jima í kjölfar mynda Eastwoods

Bandarískir langönguliðar reisa bandaríska fánann á Iwo Jima 23. febrúar …
Bandarískir langönguliðar reisa bandaríska fánann á Iwo Jima 23. febrúar 1945. JOE ROSENTHAL

Japönsk stjórn­völd hafa ákveðið að breyta nafni Kyrra­hafs­eyj­ar­inn­ar Iwo Jima í Iwo To, sem var upp­haf­lega nafn henn­ar. Íbúar eyj­ar­inn­ar áttu frum­kvæðið að þessu eft­ir að tvær ný­leg­ar mynd­ir Cl­ints Eastwoods vöktu at­hygli þeirra á upp­haf­lega nafn­inu.

Nýja nafnið lít­ur eins út á japönsku og það gamla og merk­ir það sama, Brenni­steins­eyja, en nýja nafnið - sem reynd­ar er eldra en nafnið Iwo Jima - hljóm­ar öðru vísi, sagði Jap­anska landa­fræðifé­lagið.

Fræg orr­usta var háð á Iwo Jima í síðari heims­styrj­öld, og var þar tek­in ein fræg­asta frétta­ljós­mynd sög­unn­ar, af banda­rísk­um land­gönguliðum að reisa fána á Suri­bachi-fjalli.

Fyr­ir stríðið kölluðu íbú­ar eyj­ar­inn­ar, sem voru þá um eitt þúsund, hana Iwo To. Íbú­arn­ir voru flutt­ir á brott 1944. For­ingj­ar í jap­anska flot­an­um kölluðu eyj­una Iwo Jima fyr­ir mis­tök, en nafnið fest­ist við hana.

En heima­menn hafa aldrei verið al­veg sátt­ir við þessa nafna­breyt­ingu, og eft­ir að mynd­ir Eastwoods, Fán­ar feðranna og Bréf frá Iwo Jima, vöktu at­hygli á breyt­ing­unni, höfðu íbú­ar frum­kvæðið að því að gamla nafnið verði tekið upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert