Mikið magn af barnaklámi gert upptækt á Spáni

Sex eru í haldi lögreglu á Spáni og unnið er að rannsókn á aðild á fjórða tug manna í tengslum við vörslu og dreifingu á barnaklámi á netinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gerð húsleit á heimilum 39 manna og fundust hundruð þúsunda klámfenginna mynda af börnum og myndbönd með barnaklámi.

Sexmenningarnir sem eru í haldi lögreglu eru á aldrinum 18-40 ára. Að sögn lögreglu hefur verið unnið að rannsókn málsins síðan í ágúst í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert