Óánægjuöldur vegna þeirrar ákvörðunar að veita rithöfundinum Salman Rushdie virðist ekki ætla að lægja, en stjórnvöld í Pakistan og Íran hafa kalað breska erindreka á sinn fundi til að mótmæla tignveitingunni formlega. Talsmenn utanríkisráðuneytis Írans kalla ákvörðunina ögrun og pakistönsk stjórnvöld segja að sá heiður sem Rushdie hafi verið sýndur sýni „algjöran skort á nærgætni”.
Bretar hafa neitað því að ætlunin hafi verið að móðga Íslam. Embættismaður íranska utanríkisráðuneytisins sem fer með Evrópumál, Ebrahim Rahimpour sagði Geoffrey Adams, sendiherra Breta í Íran að þessi ,,móðgandi, grunsamlega og óviðeigandi ákvörðun breskra stjórnvalda sé augljóst dæmi um baráttuna gegn Íslam og hafi alvarlega sært trú 1,5 milljarðs múslima og fylgjenda annarra trúarbragða.