Riddaratign Rushdie enn mótmælt

Mótmælendur brenna breska fánann í Pakistan
Mótmælendur brenna breska fánann í Pakistan Reuters

Óánægjuöldur vegna þeirrar ákvörðunar að veita rithöfundinum Salman Rushdie virðist ekki ætla að lægja, en stjórnvöld í Pakistan og Íran hafa kalað breska erindreka á sinn fundi til að mótmæla tignveitingunni formlega. Talsmenn utanríkisráðuneytis Írans kalla ákvörðunina ögrun og pakistönsk stjórnvöld segja að sá heiður sem Rushdie hafi verið sýndur sýni „algjöran skort á nærgætni”.

Bretar hafa neitað því að ætlunin hafi verið að móðga Íslam. Embættismaður íranska utanríkisráðuneytisins sem fer með Evrópumál, Ebrahim Rahimpour sagði Geoffrey Adams, sendiherra Breta í Íran að þessi ,,móðgandi, grunsamlega og óviðeigandi ákvörðun breskra stjórnvalda sé augljóst dæmi um baráttuna gegn Íslam og hafi alvarlega sært trú 1,5 milljarðs múslima og fylgjenda annarra trúarbragða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert