Fyrir um mánuði síðan vildi leikskólastjóri í Árósum reka starfsmann sem hóf skyndilega að ganga í búrku þegar hann tók múslimatrú. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var sú að börnin sæju ekki vel andlit starfsmannsins og gætu því ekki átt í eðlilegum samskiptum við hann. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken í dag.
Starfsmaðurinn er kona, dönsk að uppruna, svo að sögn leikskólastjórans er tungumál eða menningarmunur er ekki vandamál í þessu tilfelli. Það hefur tekið langan tíma að fá úr því skorið hvort kommúnunni sé stætt á því að reka konuna á þeim forsendum að hún gangi í búrku.
Nú hefur Carina Christensen, fjölskylduráðherra Danmerkur, staðfest að kommúnan megi reka leikskólakennara ef þeir ganga í fatnaði sem hylur andlit þeirra og hamlar þeim í samskiptum við börnin.