Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi

Lög­reglumaður á frívakt kom í veg fyr­ir að óður farþegi opnaði neyðarút­gang flug­vél­ar í áætl­un­ar­flugi í Banda­ríkj­un­um fyrr í mánuðinum.

Eft­ir lend­ingu tók lög­regla við mann­in­um og var farið með hann á sjúkra­hús til at­hug­un­ar. Lög­reglumaður­inn verður heiðraður fyr­ir snör viðbrögð.

At­vikið átti sér stað um borð í vél US Airways á leið frá Phoen­ix til Seattle 12. júní, að því er blaðið Tri-City Her­ald grein­ir frá.

Þegar haf­in var lækk­un til lend­ing­ar í Seattle neitaði farþeg­inn að festa ör­ygg­is­beltið og fór að rífa sætið í sund­ur. Flugliðar reyndu að fá hann til að setj­ast og festa beltið, en þá teygði hann sig í hand­fangið á neyðarút­gang­in­um, sagði lög­reglumaður­inn, sem skarst í leik­inn, hafði óða farþegan und­ir og fór með hann aft­ur í vél­ina þar sem tókst að koma á hann bönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert