Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi

Lögreglumaður á frívakt kom í veg fyrir að óður farþegi opnaði neyðarútgang flugvélar í áætlunarflugi í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum.

Eftir lendingu tók lögregla við manninum og var farið með hann á sjúkrahús til athugunar. Lögreglumaðurinn verður heiðraður fyrir snör viðbrögð.

Atvikið átti sér stað um borð í vél US Airways á leið frá Phoenix til Seattle 12. júní, að því er blaðið Tri-City Herald greinir frá.

Þegar hafin var lækkun til lendingar í Seattle neitaði farþeginn að festa öryggisbeltið og fór að rífa sætið í sundur. Flugliðar reyndu að fá hann til að setjast og festa beltið, en þá teygði hann sig í handfangið á neyðarútganginum, sagði lögreglumaðurinn, sem skarst í leikinn, hafði óða farþegan undir og fór með hann aftur í vélina þar sem tókst að koma á hann böndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka