Pólland vill að þeir látnu teljist með

Gyðingur heimsækir aftur útrýmingarbúðirnar í Dachau.
Gyðingur heimsækir aftur útrýmingarbúðirnar í Dachau. Reuters

Pólland kastaði óvæntri sprengju á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag með kröfu um uppbót og meiri völd vegna þeirra Pólverja sem Þjóðverjar drápu í seinni heimsstyrjöldinni.

Pólski forsætisráðherrann, Jaroslaw Kaczynski, segir atkvæðareglur nýja ESB-samningsins vera Póllandi skaðlegar því landið hefur ekki enn jafnað sig eftir mannfall seinni heimstyrjaldarinnar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Hefði Pólland ekki gengið í gegnum árin 1939-1945, væri íbúafjöldi Póllands í dag 66 milljónir íbúa,“ sagði Kaczynski í ræðu sinni, en Pólverjar telja í dag 38,2 milljónir.

Nýju atkvæðareglurnar gera ráð fyrir svokölluðum tvöföldum meirihluta og veitir stærstu ríkjunum, með flesta íbúa, meiri völd en áður. Í dag hefur Pólland nánast jafn mörg atkvæði og Þýskaland, jafnvel þótt Þjóðverjar séu tvöfalt fleiri en Pólverjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert