Blair gerist kaþólskur

Tony Blair í Brussel í gær.
Tony Blair í Brussel í gær. Reuters

Tony Bla­ir mun skipta form­lega um trú­fé­lag þegar hann hætt­ir sem for­sæt­is­ráðherra Bret­lands í næstu viku, ganga úr ensku bisk­upa­kirkj­unni og ger­ast kaþólsk­ur. Þetta kem­ur fram í breska blaðinu Guar­di­an í dag og þar seg­ir að Bla­ir ætli fyrst að ganga á fund Bene­dikts páfa í Róm.

Blaðið Daily Tel­egraph fjall­ar einnig um málið og seg­ir að Bla­ir muni ganga til liðs við kaþólsku kirkj­una eins fljótt og unnt er. Cherie, eig­in­kona Blairs, og fjög­ur börn þeirra, eru öll kaþól­ikk­ar.

Bla­ir er stadd­ur í Brus­sel á leiðtoga­fundi Evr­ópu­sam­bands­ins en mun á morg­un fara til Róm­ar á og ganga m.a. á fund Bene­dikts páfa XVI.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert