Bush óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í 35 ár

Bandaríkjaforseti George W. Bush, er óvinsælasti forseti landsins í 35 …
Bandaríkjaforseti George W. Bush, er óvinsælasti forseti landsins í 35 ár Reuter

Vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta hrapa enn og nálgast nú óðum lægsta fylgi sem nokkurn tíma hefur mælst við forseta Bandaríkjanna. Samkvæmt könnun tímaritsins Newsweek styðja aðeins 26% Bandaríkjamanna forseta sinn. Þar með er Bush orðinn óvinsælasti forseti landsins í 35 ár en í janúar 1974 mældist fylgi við Richard Nixon 23%

Sjö mánuðum eftir að óvinsældir Nixons forseta mældust svo miklar sagði hann af sér vegna Watergate hneykslisins.

Nú, 35 árum síðar, virðist sem Íraksmálið sé að draga Bush sömu leið en 73% aðspurðra sögðu að hann höndlaði ástandið í Írak afar illa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka